Sáttamiðlun 101 

Sáttamiðlun er frábær leið til þess að leysa ágreinings- og deilumál sem upp koma á vinnustöðum. Örnámskeiðið Sáttamiðlun 101 veitir greinargóða yfirsýn yfir aðferðafræði sáttamiðlunar, hvernig sáttamiðlunarferlið lítur út og hvernig sáttamiðlari getur hjálpað aðilum að finna sameiginlega lausn á ágreiningsmálum.

Fljótari að bregðast við

Þekking á sáttamiðlun gerir þér kleift að bregðast fyrr við ágreiningi og koma í veg fyrir að hann stigmagnist

Aukinn skilningur

Þú munt öðlast aukinn skilning á því hvernig hægt er að nálgast deilur og aðstoða aðila við að finna lausnir sem endast 

Gott verkfæri

Sáttamiðlun er verkfæri sem allir stjórnendur og mannauðsstjórar ættu að geta gripið til þegar upp koma samskiptaerfiðleikar og ágreiningsmál

 Eftir námskeiðið munt þú

  • Hafa öðlast skilning á hugmyndafræði sáttamiðlunar
  • Þekkja sáttamiðlunarferlið og skilja hvað felst í hverjum þætti ferlisins
  • Geta metið hvort og hvenær sáttamiðlun hentar til að leysa ágreiningsmál
  • Geta metið hvort þú sért rétti aðilinn til að hjálpa við að leysa ágreining

 

Þú færð aðgang að

  • Kennslumyndböndum sem þú getur horft á þegar þér hentar
  • Athugasemdakerfi til að koma með þínar spurningar úr námsefninu
  • Glærum sem notaðar eru í kennslu
  • Aukaefni sem þú getur hlaðið niður og stuðst við þegar þú þarft á að halda

 

Kostir þess að fara í gegnum þetta námskeið eru að skilja betur hvað felst í sáttamiðlun og geta þar af leiðandi gripið til þessa úrræðis á fyrri stigum ágreiningsmála og koma þannig í veg fyrir að deilur fái tækifæri til að stigmagnast. Skýrsluna sem vísað var í hér að ofan má finna hér: CPP Global Human Capital Report July 2008 – Workplace Conflict and How Businesses can Harness it to Thrive

 

 

Algengar spurningar

Er boðið upp á aðrar greiðsluleiðir en Paypal?

Já. Boðið er upp á að greiða beint með millifærslu í íslenskum krónum. Í slíkum tilvikum er bent á að senda tölvupóst á lilja@sattaleidin.is og við sendum greiðsluupplýsingar. Eini munurinn þar er að þá er aðgangur að námskeiðinu veittur handvirkt en með greiðslu í gegnum Paypal er aðgangur veittur sjálfvirkt. 

Gildir aðgangurinn fyrir einn eða fleiri?

Hver innskráning er hugsuð fyrir einn einstakling. Fyrir þá sem vilja kaupa aðgang fyrir 5 eða fleiri starfsmenn er bent á að hafa samband í tölvupósti á lilja@sattaleidin.is og óska eftir tilboði fyrir þann fjölda sem óskað er eftir. 

Hvernig virkar kaupaukinn? 

Þegar keyptur er aðgangur fyrir 10 eða fleiri starfsmenn fylgir einnig kaupauki í formi heimsóknar frá leiðbeinanda þar sem farið er með hópnum í gegnum æfingu í sáttamiðlun til að auka enn frekar á færnina. Heimsókn á staðinn gildir þó aðeins á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, en annars er farið í gegnum æfinguna með aðstoð fjarfundartækni.

Hvað ef ég skipti um skoðun?

Ekkert mál, við bjóðum upp á 30 daga skilafrest. Ef þú ert ekki fullkomlega sátt(ur) við námskeiðið eða þú skiptir um skoðun, þá endurgreiðum við þér að fullu! 

Tryggðu þér aðgang strax í dag

Ágreiningsmálin gera ekki alltaf boð á undan sér. Ef þú hugsar um léttinn sem þú upplifir að vera örlítið betur undirbúinn næst og í ljósi þess kostnaðar og neikvæðu afleiðinga sem ágreiningsmál gefa haft, bæði fyrir vinnustaðinn og líðan starfsmanna, þá borgar sig að grípa til aðgerða strax.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.